HÁRLENGINGAR
Við bjóðum uppá eftirfarandi aðferðir af hárlengingum
HOLLYWOOD WEFT
Þessar hárlengingar eru festar með koparhringjum í þitt hár, síðan saumaðar í með nælon þræði. Þessi aðferð fer best með þitt eigið hár þar sem weft lengingarnar vaxa jafnt með þínu hári og vernda hárið mest. Þegar lengingarnar eru saumaðar í sjást engar festingar og lengingarnar falla mjög náttúrulega að þínu eigin hári. Hárið kemur í lengjum og er ýmist fest í einfaldri og tvöfaldri lengju eða hverri lengju er skipt í 3 parta.
Við mælum með því að koma á 8-12 vikna fresti í lagfæringu á Hollywood Weft
TAPE INS
Mottur sem festar eru með lími í samlokum við þitt eigið hár. Festingarnar eru alveg flatar þannig þær blandast fallega við þitt eigið hár og henta vel þunnu hári, fyrir þá sem vilja fallega þykkingu og fyllingu framarlega í hárið.
Við mælum með því að koma á 8-12 vikna fresti í lagfæringu á Tape Ins.
I TIPS
Hárlengingar sem festar eru einn lokk í einu við þitt eigið hár með koparhringjum. I tips lengingar eru ekki festar með hita eða keratíni eins og flestir lokkar. Þessi aðferð hentar öllum sem vilja þykkja eða lengja hárið á einfaldan og þægilegan máta sem krefst ekki eins mikils viðhalds og aðrar aðferðir.
Við mælum með því að koma á 10-16 vikna fresti í lagfæringu á I Tips.